Ég bjóst við að vinna leikinn

ÍÞRÓTTIR  | 24. júní | 22:09 
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna kvenna í kvöld þegar Keflavík lagði Stjörnuna 5:0 í Pepsi Max-deildinni í fótbolta.

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var nokkuð sáttur með frammistöðu sinna kvenna í kvöld þegar Keflavík lagði Stjörnuna 5:0 í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. 

Aðspurður sagðist hann alls ekki hafa átt von á því að vinna leikinn svona stór en átti alveg von á því að vinna hann. 

Gunnar sagði liðið á góðu skriði og að tveir stórir sigrar í röð gefi liðinu að sjálfsögðu helling í sjálfstrausti og í þeirri vinnu að fóta sig í deild þeirra bestu. 

Þættir