Fluttu Kvennaskólann með krana

INNLENT  | 28. júní | 19:18 
„Þetta gekk mjög vel og gekk áfallalaust,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, í samtali við mbl.is um flutning gamla Kvennaskólans af undirstöðum sínum í dag.

„Þetta gekk mjög vel og gekk áfallalaust,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, í samtali við mbl.is um flutning gamla Kvennaskólans af undirstöðum sínum í dag.

Hann segir burðarvirki hússins hafa verið styrkt fyrir flutninginn og að því hafi verið komið fyrir á steyptri plötu innar á sömu lóð. „Þá verður næst farið í endurnýjun á undirstoðum hússins áður en það verður flutt tilbaka.“

Nú verða undirstöður gamla Kvennaskólans endurnýjaðar og húsið síðan flutt aftur á sinn stað. „Í framhaldinu af því verður hafist handa við að endurbyggja Nasa í upprunalegri mynd,“ segir Jóhannes og bætir við að byggingarefnið verði þó af nýrri gerð.

Húsið hýsti meðal annars Kvennaskólann frá árinu 1878 og var félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í rúma tvo áratugi. Einnig var skemmtistaðurinn Nasa í húsinu til fjölda ára, en stærsti hluti hans var í nýrri viðbyggingu.

Þættir