Barna- og unglingasirkus heillar

INNLENT  | 1. júlí | 15:57 
Danski barna- og unglingasirkusinn Circus Flik-Flak er staddur í stuttri ferð hér á landi og í dag slógu þau upp sýningu í íþróttahúsi Lágafellsskóla þar sem þau skemmtu ungum Mosfellingum. Það eru krakkar og unglingar sem framkvæma skemmtiatriðin sem þau hafa æft í vetur.

Danski barna- og unglingasirkusinn Circus Flik-Flak er staddur í stuttri ferð hér á landi og í dag slógu þau upp sýningu í íþróttahúsi Lágafellsskóla þar sem þau skemmtu ungum Mosfellingum. Það eru krakkar og unglingar sem framkvæma skemmtiatriðin sem þau hafa æft í vetur.

Sirkusinn kemur frá Óðinsvéum og hefur verið starfræktur í rúma þrjá áratugi þar sem dönsk börn fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Það var ekki annað að sjá en að krakkarnir í Mosfellsbæ kynnu vel að meta skemmtiatriðin. 

Hægt er að kynna sér Circus Flik-Flak nánar hér.

Þættir