Stífar æfingar fyrir Fiskidaginn

INNLENT  | 9. ágúst | 12:43 
Tónleikarnir á Fiskideginum mikla á Dalvík hafa fest sig í sessi sem einn stærsti tónlistarviðburður ársins hér á landi. Í vikunni hefur einvalalið tónlistarmanna og skemmtikrafta komið saman í sal FÍH og stillt saman strengina fyrir stóru stundina annað kvöld. mbl.is kíkti á æfingu.

Tónleikarnir á Fiskideginum mikla á Dalvík hafa fest sig í sessi sem einn stærsti tónlistarviðburður ársins hér á landi. Í vikunni hefur einvalalið tónlistarmanna og skemmtikrafta komið saman í sal FÍH og stillt saman strengina fyrir stóru stundina annað kvöld.

mbl.is kíkti á æfingu þar sem Þorgeir Ástvaldsson rifjaði upp gamla takta í smellnum klassíska: Fjólublátt ljós við barinn, sem Klíkan flutti á sínum tíma. 

Þau sem kom fram eru: Svala, Auður, Valdimar, Matti Matt, Eyþór Ingi, Eyjólfur Kristjánsson, Páll Óskar, Friðrik Ómar, Hr. Hnetusmjör, Bjartmar Guðlaugsson, Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson.

Í fyrra er talið að allt að 36 þúsund manns hafi heimsótt Dalvík á Fiskidaginn mikla en mikil dagskrá er í bænum alla helgina sem má kynna sér betur hér.

Þættir