Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu

ÍÞRÓTTIR  | 12. ágúst | 11:57 
„Van Dijk var orðinn verulega pirraður eftir svona 30 mínútna leik. Honum fannst það ekki boðlegt sem var í gangi þarna,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans, í þættinum Völlurinn á Síminn Sport þegar rætt var um varnarleik Liverpool.

„Van Dijk var orðinn verulega pirraður eftir svona 30 mínútna leik. Honum fannst það ekki boðlegt sem var í gangi þarna,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans, í þættinum Völlurinn á Síminn Sport þegar rætt var um varnarleik Liverpool.

Liverpool vann 4:1-sigur á Norwich í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en þó virtist miðvörðurinn Virgil van Dijk ekkert allt of ánægður með varnarleik síns liðs eins og Tómas benti á:

„Teemu Pukki er náttúrulega ótrúlega góður í að bíða við öftustu línu, bíða í hafsentunum og taka hlaupið á réttum tíma. Ég held að Liverpool þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu. Þeir voru fínir varnarlega en Norwich eru góðir í þessu sóknarlega,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson í þættinum, og Margrét Lára Viðarsdóttir bætti við:

„Þeirra styrkleiki varnarlega liggur í þessari hápressu. Þeir eru gríðarlega góðir í henni en ef þú kemst í gegnum fyrstu eða aðra pressu hjá Liverpool, þar finnst mér að þú lendir á þeirra veikleika. Fórnarkostnaðurinn af því að spila hápressu getur verið þessi, en ef þú skorar fjögur mörk þá ættir þú að vera nokkuð öruggur.“

Þættir