Fimm mínútna þrenna Fowler (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 22. ágúst | 22:47 
Robbie Fowler er goðsögn hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Fowler lék 266 leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 128 mörk. Fowler er fæddur og uppalinn í Liverpool og kom í gegnum unglingastarf félagsins.

Robbie Fowler er goðsögn hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Fowler lék 266 leiki með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 128 mörk. Fowler er fæddur og uppalinn í Liverpool og kom í gegnum unglingastarf félagsins. 

Eitt magnaðasta augnablik Fowler í treyju Liverpool var gegn Arsenal á heimavelli tímabilið 1994-1995. Hann skoraði þá þrjú mörk á aðeins fjórum mínútum og 33 sekúndum í 3:0-sigri. 

Arsenal var með magnaða varnarlínu á þessum tíma. Lee Dixon, Martin Keown, Tony Adams og Nigel Winterburn hræddu flesta sóknarmenn, en ekki Fowler. 

Li­verpool og Arsenal mæt­ast á An­field á morgun í ensku úr­vals­deild­inni og hit­ar mbl.is upp fyr­ir leik­inn með minni­sstæðum at­vik­um úr viður­eign­um liðanna. Þrennu Fowler má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Þættir