Myndband af björgun Gæslunnar

INNLENT  | 10. september | 9:03 
Tveimur mönnum var bjargað úr handfærabát sem strandað hafði í nágrenni Skála á sunnanverðu Langanesi í nótt. Sigmaður frá Landhelgisgæslunni seig um borð til mannanna sem voru síðan hífðir upp í þyrluna, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi frá Gæslunni.

Tveimur mönnum var bjargað úr handfærabát sem strandað hafði í nágrenni Skála á sunnanverðu Langanesi í nótt. Sigmaður frá Landhelgisgæslunni seig um borð til mannanna sem voru síðan hífðir upp í þyrluna, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi frá Gæslunni. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/09/10/thyrlan_bjargadi_tveimur_ur_bat_sem_strandadi/

Steinar Snorrason, varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn, var á vakt í nótt. Hann segir að tilkynning hafi borist skömmu eftir miðnætti, en þá hafði bátinn rekið inn á stórgrýtt svæði undan bjargi. Báturinn sem um ræðir er frá Bakkafirði og vanir menn um borð, en Steinar segir þó að veðrið hafi verið ágætt.

Björgunarbátur frá björgunarsveitinni Hafliða var kallaður á vettvang, en komst ekki að bátnum vegna grjóts og brims. Því var brugðið á það ráð að kalla út þyrlu frá Landhelgisgæslunni. Að sögn Steinars lauk aðgerðum á Langanesi klukkan fjögur í nótt, en mennirnir voru þá fluttir til Akureyrar til skoðunar á sjúkrahúsi.

Þættir