Hugsar í fjögurra ára lotum

INNLENT  | 12. september | 14:34 
„Við íþróttamenn hugsum gjarnan í fjögurra ára lotum,“ segir heimsmethafinn og ólympíumeistarinn í langstökki fatlaðra Markus Rehm sem hefur undanfarna viku verið við æfingar, mælingar og önnur störf í Laugardalshöllinni ásamt öðru afreksfólki sem starfar með stoðtækjaframleiðandanum Össuri.

„Við íþróttamenn hugsum gjarnan í fjögurra ára lotum,“ segir heimsmethafinn og ólympíumeistarinn í langstökki fatlaðra Markus Rehm sem hefur undanfarna viku verið við æfingar, mælingar og önnur störf í Laugardalshöllinni ásamt öðru afreksfólki sem starfar með stoðtækjaframleiðandanum Össuri.

Með þessu á hann að sjálfsögðu við tímann sem líður á milli Ólympíuleika og nú styttist í þá næstu sem fram fara í Tókýó næsta sumar. Þar er stefnan sett á að stökkva yfir átta metra og 50 sentimetra. Heimsmet Rehns er 8,48 metrar en 8,50 er að hans sögn lengdin sem skilur að góða langstökkvara og afburðastökkvara. 

Í myndskeiðinu er rætt við Rehm um slysið sem varð til þess að hann missti fótinn í vatnabrettisslysi árið 2003 þegar hann var einungis 14 ára. Íþróttin er ekki ósvipuð sjóskíðum en er iðkuð á bretti. Þá segir hann frá samstarfinu við Össur og hvernig Ólympíuleikarnir og íþróttafólkið sem þar keppir geti breytt viðhorfum fólks gagnvart fötlunum og stoðtækjanotkun. 

 

Þættir