Man. Utd fékk varla færi (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 6. október | 20:02 
Hinn 19 ára gamli Matthew Longstaff skoraði sigurmark leiksins þegar Newcastle vann Manchester United 1:0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hinn 19 ára gamli Matthew Longstaff skoraði sigurmark leiksins þegar Newcastle vann Manchester United 1:0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Segja má að United hafi aðeins skapað sér eitt hættulegt færi í leiknum en hinn ungi Longstaff átti hins vegar tvær stórhættulegar skottilraunir utan teigs, í sínum fyrsta deildarleik. Önnur endaði í markinu og hin í þverslánni.

Helstu atvik úr leiknum má sjá í myndbandinu hér að ofan.

Þættir