Bara ósáttur ef hann þarf að hætta

INNLENT  | 28. október | 14:57 
Fyrsti mygluleitarhundurinn er tekinn til starfa á landinu, eftir stífa þjálfun í eitt og hálft ár er hinn tveggja ára gamli Hanz farinn að þefa uppi myglu í byggingum landsins og ekki er vanþörf á. mbl.is fékk að fylgjast með Hanz á vettvangi en leitin er það skemmtilegasta sem hann gerir.

Fyrsti mygluleitarhundurinn er tekinn til starfa á landinu, eftir stífa þjálfun í eitt og hálft ár er hinn tveggja ára gamli Hanz farinn að þefa uppi myglu í byggingum landsins og ekki er vanþörf á. mbl.is fékk að fylgjast með Hanz á vettvangi en leitin er það skemmtilegasta sem hann gerir.

Það er hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir sem þjálfar Hanz, sem er scheaffer-hundur úr sænskri ræktun, og fer með honum á vettvang í leit að myglu sem er flóknara en það hljómar. Bæði eru mygluafbrigði og lyktin sem þau mynda í bland við ólík byggingarefni eitthvað sem talið er í hundruðum þúsunda afbrigða. Ekki síður eru táknin sem hundar gefa frá sér við leitina fjölmörg og aðeins fyrir vana að rýna í.

Frétt mbl.is

„Honum er kennt að finna þessar algengustu tegundir og þessar hættulegustu,“ segir Jóhanna í samtali við mbl.is. Verkefnið er unnið í samvinnu við verkfræðistofuna Mannvit og í myndskeiðinu má sjá þegar Hanz þefar uppi myglusýni við aðstæður sem eru sambærilegar því sem má sjá víða í skrifstofurýmum hér á landi.

„Við höfum trú á því að þetta verði mjög mikilvægt og ekki síst til þess að finna skemmdir sem eru huldar,“ segir Kristján Guðlaugsson, byggingarverkfræðingur hjá Mannviti, Hanz geti flýtt verulega fyrir í mörgum tilfellum. Yfirleitt er leitað að myglu þar sem hún hefur fundist áður, til að mynda við glugga á veggjum sem snúa í vissar áttir en Hanz hafi sýnt það að hann geti fundið myglu með býsna nákvæmum hætti þar sem fólk bjóst ekki við að finna óværuna. 

Þættir