Eftirlitsmyndavélar mynduðu ránið

ERLENT  | 26. nóvember | 19:53 
Lögregluyfirvöld í Dresden hafa nú birt upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýna annan þjófanna tveggja sem brutust inn í Kon­ung­legu höll­ina í borg­inni í gærmorgun og stálu þaðan safn­grip­um sem metn­ir eru á um einn millj­arð evra, eða sem nem­ur um 136 millj­örðum króna.

Lögregluyfirvöld í Dresden hafa nú birt upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem sýna annan þjófanna tveggja sem brutust inn í Kon­ung­legu höll­ina í borg­inni í gærmorgun og stálu þaðan safn­grip­um sem metn­ir eru á um einn millj­arð evra, eða sem nem­ur um 136 millj­örðum króna.

Á upptökunni má sjá annan þjófinn nota öxi til að brjóta upp sýningarskáp í safninu.

Lögregla biðlar nú til þeirra sem telja sig kunna að hafa séð til þjófanna að gefa sig fram. Þá hefur hún einnig birt myndir af skartgripum sem stolið var.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/11/25/stalu_dyrgripum_upp_a_136_milljarda_krona/

Guardian segir mennina hafa kveikt í rafmagnstöflu í nágrenni safnsins sem olli því að það slokknaði á bæði þjófavarnarkerfi og götulýsingu í nágrenninu. Eftirlitsmyndavélar í safninu störfuðu hins vegar vandkvæðalaust og mynduðu innbrotið. „Atburðurinn í heild sinni tók bara nokkrar mínútur,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglu.

Þjófarnir flúðu síðan á bíl af gerðinni Audi A6 sem fannst síðar á öðrum stað í borginni. Kveikt hafði verið í honum og rannsakar tæknideild lögreglu nú bílflakið í leit að vísbendingum. Þjófarnir hafa hins vegar ekki enn fundist.

Stjórnendur safnsins sögðu í dag að þjófarnir hefðu haft minna á brott með sér en óttast var í fyrstu og að þeir hefðu aðeins geta tekið það sem þeir náðu að grípa í í gegnum brotnar rúður sýningaskápsins.

Meðal munanna sem saknað er eru þó stór demantsnæla og demantsprýddur axlaspæll.

Þættir