Miðbærinn sjaldan jólalegri

INNLENT  | 5. desember | 12:49 
Miðbærinn er kominn í jólaham. Nova-svellið er komið á sinn stað ásamt jólaskreytingum borgarinnar og verslana. Nú þegar snjórinn er kominn er líklega hægt að slá því föstu að sjaldan hafi verið jafn jólalegt um að litast í bænum eins og sést í myndskeiðinu.

Miðbærinn er kominn í jólaham. Nova-svellið er komið á sinn stað ásamt jólaskreytingum borgarinnar og verslana. Nú þegar snjórinn er kominn er líklega hægt að slá því föstu að sjaldan hafi verið jafn jólalegt um að litast í bænum eins og sést í myndskeiðinu sem fylgir. 

Svellið, sem er vel upplýst með um hundrað þúsund ljósaperum, er opið flesta daga í mánuðinum frá klukkan 12-22 en fram undan eru einnig viðburðir á borð við tónleika hjá Valdimar og Sigríði Thorlacius hinn 15. desember.  

Frítt er á svellið fyrir þá sem koma með eigin búnað en 1.190 kr. kostar að leigja skauta og hjálm í klukkustund, eða 990 krónur ef greitt er með með Aur-appinu.

Þættir