Newcastle skoraði tvö í Sheffield (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 5. desember | 23:17 
Newcastle gerði góða ferð til Sheffield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið heimsótti Sheffield United í kvöld.

Newcastle gerði góða ferð til Sheffield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið heimsótti Sheffield United í kvöld. Leiknum lauk með 2:0-sigri Newcastle en mörkin komu í sitt hvorum hálfleiknum.

Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir á 15. mínútu og Newcastle leiddi með einu marki gegn engu í hálfleik. Jonjo Shelvey innsiglaði svo sigur Newcastle með marki á 70. mínútu og þar við sat.

Newcastle fer með sigrinum upp í ellefta sæti deildarinnar í 19 stig en þetta var fimmti sigurleikur liðsins á tímabilinu. Sheffield United er áfram í níunda sætinu, einnig með 19 stig, en nýliðarnir hafa komið mikið á óvart í deildinni í ár.

Þættir