Mark tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni? (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 7. desember | 21:46 
Tottenham fór afar illa með Burnley, 5:0, er liðin mættust á heimavelli Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Tottenham fór afar illa með Burnley, 5:0, er liðin mættust á heimavelli Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Tottenham hefur gengið afar vel að skora mörk síðan að José Mourinho tók við af Mauricio Pochettino og átti liðið ekki í neinum vandræðum með að valta yfir Burnley. 

Þriðja mark Tottenham var sérstaklega glæsilegt, en það skoraði Heung-Min Son. Eru margir á því að markið sé það flottasta í deildinni hingað til. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Þættir