Gamli Eyjamaðurinn skoraði sigurmarkið (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 8. desember | 19:38 
Gott gengi Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hélt áfram í dag er liðið vann Norwich á útivelli, 2:1. George Baldock, sem lék um tíma með ÍBV, skoraði sigurmark Sheffield-liðsins snemma í seinni hálfleik.

Gott gengi Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hélt áfram í dag er liðið vann Norwich á útivelli, 2:1. George Baldock, sem lék um tíma með ÍBV, skoraði sigurmark Sheffield-liðsins snemma í seinni hálfleik. 

Sheffield United hefur spilað betur en flestir stuðningsmenn liðsins þorðu að vona og er það í áttunda sæti með 22 stig, tveimur stigum frá Evrópusæti. Norwich er hins vegar í 19. sæti með 11 stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Þættir