Hef yfir fáu að kvarta

ÍÞRÓTTIR  | 5. janúar | 22:05 
Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga var mjög sáttur með 88:64-sigur í kvöld á liði ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta. Einar sagði liðið hafa sýnt flotta frammistöðu í kvöld, góður varnarleikur og liðið var að frákasta vel.

Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga var mjög sáttur með 88:64-sigur í kvöld á liði ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta. Einar sagði liðið hafa sýnt flotta frammistöðu í kvöld, góður varnarleikur og liðið var að frákasta vel. 

Einar sagði nýja leikmenn þurfa tíma til að aðlagast leik liðsins og báðir hafi komið til liðsins með mjög góð meðmæli.

Nú tekur við það prógram hjá Njarðvík sem fór hvað verst út úr í fyrri umferðinni og hefst það á risaáskorun á Sauðárkróki í næstu umferð. Einar sagði það klárlega einn af 2 til 3 erfiðustu völlum að heimsækja en að deildin væri nú orðin þannig að allt væri í raun erfitt. 

Þættir