Tíu Svíar um borð

ERLENT  | 8. janúar | 12:53 
Boeing 737 þotan sem fórst í Íran í nótt fór í reglubundið tæknilegt eftirlit 6. janúar en vélin er frá árinu 2016 og keypt beint frá framleiðanda. Farþegar af að minnsta kosti sjö þjóðernum voru um borð, þar á meðal tíu Svíar.

Boeing 737 þotan sem fórst í Íran í nótt fór í reglubundið tæknilegt eftirlit 6. janúar en vélin er frá árinu 2016 og keypt beint frá framleiðanda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eiganda farþegaþotunnar, Ukraine International Airlines. 

 

Yfir 170 voru um borð í farþegaþotunni, 168 farþegar og níu manna áhöfn, þegar hún fórst og eru farþegar af að minnsta kosti sjö þjóðernum, þar á meðal tíu Svíar. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðherra Úkraínu, Vadím Prístaiko, voru 82 Íranar um borð, 63 Kanadamenn, 11 frá Úkraínu, fjórir Afganar, þrír Þjóðverjar og þrír Bretar. 

Þættir