Eiður: Erfitt líkamlega og andlega fyrir Jóhann Berg (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 12. janúar | 20:18 
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Burnley, hefur mikið glímt við leiðinleg vöðvameiðsli á ferlinum.

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Burnley, hefur mikið glímt við leiðinleg vöðvameiðsli á ferlinum. 

Jóhann meiddist illa í landsleik gegn Frökkum á síðasta ári og var frá í tvo mánuði. Hann meiddist svo strax í fyrsta leik í byrjunarliði í kjölfarið og er sem stendur frá vegna meiðsla. 

Bjarni Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport og ræddu þeir um meiðsli Jóhanns. 

Eiður benti m.a. á að þrálát meiðsli sem þessi væru ekki aðeins erfið líkamlega, heldur líka andlega. Ekki var hann á því að Jóhann þyrfti að hætta með íslenska landsliðinu til að haldast heill. 

Þessar skemmtilegu umræður má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Þættir