Fimm mörk og mikið fjör (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 22. janúar | 22:48 
Leicester komst aft­ur á sig­ur­braut í ensku úrvalsdeildinni er liðið fór illa með West Ham á heima­velli, 4:1. Har­vey Barnes og Ricar­do Pereira komu Leicester í 2:0 í fyrri hálfleik, en Mark Noble minnkaði mun­inn úr víti snemma í seinni hálfleik.

Leicester komst aft­ur á sig­ur­braut í ensku úrvalsdeildinni er liðið fór illa með West Ham á heima­velli, 4:1. Har­vey Barnes og Ricar­do Pereira komu Leicester í 2:0 í fyrri hálfleik, en Mark Noble minnkaði mun­inn úr víti snemma í seinni hálfleik. 

Á 81. mín­útu var komið að Leicester að fá víti og úr því skoraði Ayoze Pér­ez. Spán­verj­inn var svo aft­ur á ferðinni á 88. mín­útu er hann skoraði annað markið sitt og fjórða mark Leicester.

Leicester er í þriðja sæti með 48 stig og West Ham í 17. sæti með 23 stig, eins og Bour­nemouth og Wat­ford sem eru í fallsæti.  

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

Þættir