„Vissulega mjög persónuleg barátta“

INNLENT  | 8. febrúar | 20:41 
„Þetta er vissulega mjög persónuleg barátta en hún er þúsund sinnum persónulegri fyrir okkur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og vísar í orð borgarstjóra í gær um að honum þætti miður hve persónleg baráttan væri. Hún vonast til að borgin nýti helgina til að finna lausn.

„Þetta er vissulega mjög persónuleg barátta en hún er þúsund sinnum persónulegri fyrir okkur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og vísar í orð borgarstjóra í gær um að honum þætti miður hve persónleg baráttan væri í viðtali við fréttastofu Ríkisjónvarpsins

Frétt af mbl.is 

Sólveig segir fundinn á milli samninganefnda borgarinnar og Eflingar hafa verið vonbrigði og að aðstoðarríkissáttasemjari hafi slitið honum eftir stutt samtal. Næsti fundur er áætlaður á mánudag kl. 14. Sólveig vonast til að borgin og borgarstjóri nýti helgina til að finna leiðir til að mæta kröfum Eflingar. Hún segir afstöðu stéttafélagsins vera ljósa og að hún sé ekki að fara að breytast fram að næsta fundi.

Óhætt er að segja að henni hafi hlaupið kapp í kinn þegar orð borgarstjóra voru borin undir hana og í myndskeiðinu má sjá viðtalið sem var tekið í húsnæði Ríkissáttasemjara stuttu eftir að fundi var slitið um hádegisbil.

 

Þættir