Kórónukveðjur Bjarna og Kára

FÓLKIÐ  | 9. mars | 10:56 
Veistu ekki hvernig þú átt að heilsa vinum og ættingjum á tímum kórónuveirunnar þegar handabönd, knús og kossar eru ekki í boði? Hafðu engar áhyggjur því þeir Bjarni og Kári eru með hugmyndir að kveðjum fyrir aldavini eða bara kunningja.

Veistu ekki hvernig þú átt að heilsa vinum og ættingjum á tímum kórónuveirunnar þegar handabönd, knús og kossar eru ekki í boði? Hafðu engar áhyggjur því þeir Bjarni Kristbjörnsson og Kári Jóhannesarson eru með hugmyndir að kveðjum fyrir aldavini eða bara kunningja. 

Þar til samkomubann tekur gildi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er því tilvalið að spreyta sig á þessum nýstárlegu kveðjum frá strákunum sem eru í leiklistinni í Verslunarskóla Íslands og taka þátt í uppsetningu nemendafélagsins á Aladdín í Austurbæ þessa dagana.

Tekið skal fram að mbl.is ábyrgist ekki að fólk smitist ekki af veirunni taki það upp kveðjur strákanna.

Þættir