Fyrstu dauðsföllin í Suður-Afríku

ERLENT  | 27. mars | 18:43 
Suðurafrísk yfirvöld greindu í morgun frá fyrstu tveimur dauðsföllunum í landinu af völdum kórónuveirunnar. Yfir eitt þúsund manns hafa smitast af veirunni.

Suðurafrísk yfirvöld greindu í morgun frá fyrstu tveimur dauðsföllunum í landinu af völdum kórónuveirunnar. Yfir eitt þúsund manns hafa smitast af veirunni.

„Í morgun vekjum við Suður-Afríkubúa með sorglegum fregnum um fyrstu dauðsföllin af völdum COVID-19,“ sagði Zweli Mkhize, heilbrigðisráðherra landsins, í yfirlýsingu.

Til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar hefur um 57 milljónum manna í landinu verið gert að halda sig heima við næstu þrjár vikurnar.

Mkhize lofaði að veita fleiri upplýsingar síðar þegar tilkynnt verður nánar um fjölda smita „sem hafa aukist frá því í gær og eru komin yfir 1.000“ sagði hann.

Þættir