Ekki rétti tíminn til að slaka á aðgerðum

ERLENT  | 8. apríl | 11:21 
Ekki er tímabært að huga að tilslökunum aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, þrátt fyrir að jákvæð teikn séu á lofti víða í Evrópu. Þetta er mat Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Ekki er tímabært að huga að tilslökunum aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, þrátt fyrir að jákvæð teikn séu á lofti víða í Evrópu. Þetta er mat Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). 

„Nú er ekki rétti tíminn til að slaka á aðgerðum. Nú er tíminn til að tvöfalda og jafnvel þrefalda sameiginlegar aðgerðir til að bæla niður útbreiðslu veirunnar,“ sagði Hans Kluge, svæðisstjóri WHO í Evrópu, á stafrænum blaðamannafundi skrifstofunnar í morgun.

Útgöngubann er enn í gildi víða í Evrópu, til að mynda á Spáni og Bretlandi. Dauðsföllum fer fækkandi á Ítalíu og sömuleiðis sjúklingum á gjörgæslu. Í öðrum Evrópulöndum á faraldurinn enn eftir að ná hápunkti.

Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá yfirferð yfir stöðuna víða í heiminum, meðal annars stutt viðtal við Lady Gaga sem stefnir á að halda stafræna tónleika von bráður og mun allur ágóði renna beint til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 

Þættir