Leikmenn Liverpool áberandi (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 14. apríl | 21:29 
Alan Shearer, markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hefur valið lið tímabilsins til þessa í deildinni. Óhætt er að segja að leikmenn Liverpool séu áberandi í liðinu.

Alan Shearer, markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hefur valið lið tímabilsins til þessa í deildinni. Óhætt er að segja að leikmenn Liverpool séu áberandi í liðinu. 

Alls er Liverpool með fimm fulltrúa í liðinu og Manchester City og Leicester með tvo fulltrúa hvort. Þá er einn leikmaður Arsenal og einn frá Sheffield United. 

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig Shearer valdi liðið. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Lið tímabilsins hjá Shearer: 
Dean Henderson  Sheffield United
Trent Alexander-Arnold  Liverpool
Virgin van Dijk  Liverpool
Jonny Evans  Leicester
Sadio Mané  Liverpool
Kevin De Bruyne  Manchester City
Jordan Henderson  Liverpool
Pierre Emerick Aubameyang  Arsenal
Sergio Agüero  Manchester City
Jamie Vardy  Leicester

Þættir