„Flækjustigið vatt allhressilega upp á sig“

INNLENT  | 28. maí | 22:26 
Slökkviliðið á Akureyri hefur afhent lögreglunni á Akureyri vettvang brunans í gamla frystihúsinu í Hrísey. Tveir slökkviliðsmenn sinna brunavakt við frystihúsið í nótt ef ske kynni að eldur blossi upp aftur. Lögreglumaður frá Dalvík verður einnig á vakt í eyjunni.

Slökkviliðið á Akureyri hefur afhent lögreglunni á Akureyri vettvang brunans í gamla frystihúsinu í Hrísey. Tveir slökkviliðsmenn sinna brunavakt við frystihúsið í nótt ef ske kynni að eldur blossi upp aftur. Lögreglumaður frá Dalvík verður einnig á vakt í eyjunni. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni mun hópur frá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefja formlega rannsókn í fyrramálið. 

 

Fiskvinnsla á vegum Hrísey Seafood er í frystihúsinu sem er nær gjörónýtt eftir brunann í morgun. Fiskur sem beið vinnslu var í geymslum hússins svo tjónið er mikið. Bruninn hefur einnig mikil áhrif atvinnulíf í eyjunni, en tíu manns starfa hjá Hrísey Seafood sem er jafnframt fjölmennasti vinnustaður eyjunnar.  

Frétt mbl.is

„Auðvitað höfum við lent í álíka brunum en flækjustigið vatt allhressilega upp á sig af því að þetta var í Hrísey. En við vorum með björgunarsveitir, hraðbáta og ferjuna. Það lögðust allir á eitt,“ segir vakthafandi varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri í samtali við mbl.is. 

 

Auk heimamanna í slökkviliðinu tóku allir í slökkviliði Akureyrar nema tveir þátt í útkallinu, tæplega 30 talsins. Einnig barst aðstoð frá slökkviliðinu á Dalvík og Laugum. Ekkert er vitað um eldsupptök en líkt og fyrr segir hefst formleg rannsókn á morgun.

 

Þættir