Sex létust í jarðskjálfta í Mexíkó

ERLENT  | 24. júní | 6:30 
Að minnsta kosti sex létu lífið þegar jarðskjálfti, 7,4 að stærð, reið yfir suðurhluta Mexíkó í gær. Fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín en útgöngubann er í gildi víða í landinu, þar á meðal í höfuðborginni Mexíkóborg.

Að minnsta kosti sex létu lífið þegar jarðskjálfti, 7,4 að stærð, reið yfir suðurhluta Mexíkó í gær. Fjöldi fólks hefur þurft að yfirgefa heimili sín en útgöngubann er í gildi víða í landinu sökum kórónuveirunnar, þar á meðal í höfuðborginni Mexíkóborg. 

Stjórnvöld vöruðu við skjálftanum með dágóðum fyrirvara sem gaf íbúum tækifæri á að forða sér í tæka tíð. Upptök skjálftans voru í suðvesturhluta Oazaca-fylkis. 

 

Auk manntjóns var töluvert eignatjón í skjálftanum. Yfir 200 hús eyðilögðust í ferðamannabænum La Crucecita. „Við misstum allt á einu augnabliki,“ segir Vicente Romero, verslunareigandi í bænum. 

Tæp þrjú ár eru síðan stærðarinnar jarðskjálfti skók Mexíkó þar sem hundruð létu lífið og þúsundir urðu heimilislausar í höfuðborginni.

 

Frétt mbl.is

Þættir