Stærstu leikir ársins (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 1. júlí | 11:22 
Manchester City tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld klukkan 19:15.

Manchester City tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld klukkan 19:15. Li­verpool hef­ur nú þegar tryggt sér Eng­lands­meist­ara­titil­inn eft­ir að City mistókst að leggja Chel­sea að velli á Stam­ford Bridge í London 25. júní síðastliðinn.

Undanfarin tvö tímabil hafa stuðningsmenn ensku úrvalsdeildarinnar beðið með öndina í háslinum eftir leikjum liðanna enda hafa þau háð harða baráttu í efri hluta deildarinnar á undanförnum árum.

Ekkert lið hefur unnið deildina oftar en City, undanfarinn áratug, en City hefur unnið titilinn fjórum sinnum frá 2010. Liverpool var að vinna sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í þrjátíu ár á fimmtudaginn síðasta en leikir City og Liverpool hafa verið afar fjörugir í gegnum tíðina og á því verður eflaust engin breyting í kvöld.

Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Þættir