Samþykkja hertar refsiaðgerðir gegn Kína

ERLENT  | 2. júlí | 7:07 
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma í gær að beita kínverska embættismenn og lögregluna í Hong Kong hörðum refsiaðgerðum vegna nýrra öryggislaga gagnvart íbúum í Hong Kong.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að beita kínverska embættismenn og lögregluna í Hong Kong hörðum refsiaðgerðum vegna nýrra öryggislaga gagnvart íbúum í Hong Kong. 

Aðgerðirnar, sem voru samþykktar einróma, fela meðal annars í sér að bankar sem eiga í viðskiptum við kínversk yfirvöld verða beittir þvingunum. Svo að lögin öðlist gildi þurfa þau að fara fyrir öldungadeildina. 

 

Lögin tóku gildi í gær og voru nokkur hundruð handtekin, þeirra á meðal maður sem flaggaði fána til stuðnings sjálf­stæðis­hreyf­ingu héraðsins. Þá voru 300 manna mót­mæli í borg­inni leyst upp. 

Frétt mbl.is 

Örygg­is­lög­in kveða m.a. á um bann við upp­reisn­ar­áróðri, landráðum og sjálf­stæðisum­leit­un­um sjálf­stjórn­ar­héraðsins, og get­ur brot gegn þeim varðað lífstíðarfang­elsi. Þá er mál­frelsi og rétt­ur til mót­mæla íbúa Hong Kong veru­lega skert­ur með lög­un­um, en gagn­rýn­end­ur segja þau ógna rétt­ar­fars­legu sjálf­stæði Hong Kong. 

Samtök lögmanna í Hong Kong hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa þungum áhyggjum vegna nýju laganna. Í yfirlýsingunni segir m.a. að lögin grafi undan sjálfstæði dómstóla í Hong Kong og skerði frelsi íbúa héraðsins. Þá gagnrýna samtökin einnig orðalag laganna sem er sagt loðið. 

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir refsiaðgerðirnar lið í „nauðsynlegum viðbrögðum við svokölluðum öryggislögum sem eru sett í þeim tilgangi til að skerða lýðræðislegt frelsi í Hong Kong“.

 

Þættir