Þurfa klára tímabilið með sæmd (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 3. júlí | 10:50 
Manchester City vann stórsigur gegn Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í gær.

Manchester City vann stórsigur gegn Englandsmeisturum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í gær. Leiknum lauk með 4:0-sigri City en það voru þeir Kevin De Bruyne, Raheem Sterlong og Phil Foden sem skoruðu mörk City í leiknum.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Síminn Sport, ræddi leikinn í Vellinum við sérfræðinga þáttarins, þá Bjarna Þór Viðarsson og Eið Smára Guðjohnsen. Eiður varð tvívegis Englandsmeistari með Chelsea á ferli sínum á Englandi og þekkir það því vel hvernig það er að vinna ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta var aðeins of stórt tap,“ sagði Eiður Smári. „Ef maður horfir á marktilraunir City í seinni hálfleik þá fengu þeir nokkur færi til þess að bæta við mörkum og þeir auðvitað gerðu það en markið var dæmt af sem mér fannst vafasamur dómur. Það gefur augaleið að Liverpool er meistari en þeir þurfa samt að klára tímabilið með sæmd. Þessi frammistaða er samt klárlega eitthvað sem þeir eru ekki stoltir af.

Liverpool vann sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í síðustu viku en þetta var fyrsti Englandsmeistaratitill Liverpool í þrjátíu ár. „Við fórum á sínum tíma á Old Trafford, eftir að hafa unnið deildina, þar sem leikmenn United stóðu heiðursvörð fyrir okkur en samt unnum við 3:1-sigur,“ bætti Eiður Smári við þegar hann var spurður hvort að leikmenn slaki of mikið á eftir að hafa orðið Englandsmeistarar.

Leikur Manchester City og Liverpool var í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Þættir