Bestu stuðningsmenn í heimi (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 6. júlí | 23:38 
Joe Gomez, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, var gestur í Vellinum sem var dagskrá Símans Sport í kvöld eftir leik Tottenham og Everton.

Joe Gomez, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, var gestur í Vellinum sem var dagskrá Símans Sport í kvöld eftir leik Tottenham og Everton. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans og umsjónarmaður Vallarins, ræddi meðal annars við Gomez um Englandsmeistaratitilinn og mikilvægi stuðningsmanna Liverpool.

„Það er erfitt að átta sig á því, án stuðningsmannanna á vellinum, hversu miklu máli Englandsmeistaratitilinn skiptir félagið,“ sagði Joe Gomez. „Við erum fyrst og fremst stoltir af þessu afreki okkar en þegar allt kemur til alls þá förum við út á völlinn í hverri viku og leggjum okkur alla fram fyrir stuðningsmenn félagsins fyrst og fremst.

Það er ekki hægt að bera stuðningsmenn Liverpool saman við aðra. Þeir eru einfaldlega bestu stuðningsmenn í heimi og þess vegna er svo gríðarlega svekkjandi að geta ekki fagnað Englandsmeistaratitlinum með stuðningsmönnum félagsins en vonandi fáum við tækifæri til þess einn daginn.

Vonandi getum við svo haldið áfram að bæta í bikarsafn Liverpool á næstu árum fyrir félagið, alla þá sem standa í kringum það og auðvitað stuðningsmennina sem eru stærsti og mikilvægasti þátturinn hjá knattspyrnufélaginu Liverpool,“ bætti Joe Gomez við í samtali við Tómas Þór Þórðarson í Vellinum á Síminn Sport.

Þættir