Hefur spilað of mikið af tölvuleikjum (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 7. júlí | 9:05 
Freyr Alexandersson og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu við Tómas Þór Þórðarson um Jordan Pickford, markvörð og liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, í Vellinum á Síminn Sport.

Freyr Alexandersson og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu við Tómas Þór Þórðarson um Jordan Pickford, markvörð og liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, í Vellinum á Síminn Sport.

„Hann hefur kannski spilað of mikið af tölvuleikjum í hléinu og ekki haldið einbeitingu,“ sagði Freyr er þau fóru yfir myndskeið af markverðinum í undanförnum leikjum en Pickford hefur verið harðlega gagnrýndur. „Þetta snýst um sjálfstraust, það er augljóst að maðurinn er með lítið sjálfstraust,“ sagði Margrét Lára.

Myndskeiðið frá Símanum sport má sjá í heild sinni hér að ofan.

Þættir