Jóhann hársbreidd frá sigurmarki á Anfield (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 11. júlí | 19:30 
Englandsmeistarar Liverpool og Burnley mættust á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Andy Robertson kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Jay Rodriguez jafnaði í seinni hálfleik og þar við sat.

Englandsmeistarar Liverpool og Burnley mættust á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Andy Robertson kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Jay Rodriguez jafnaði í seinni hálfleik og þar við sat. 

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varmaður hjá Burnley í seinni hálfleik og hann var hársbreidd frá því að skora sigurmarkið en hann setti boltann í slána úr góðu færi í teignum. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir