Lehmann kastaði mér inn í markið (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 12. júlí | 16:34 
Robbie Keane, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Tottenham, Liverpool og Leeds, ræddi við Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport fyrir leik Tottenham og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Robbie Keane, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Tottenham, Liverpool og Leeds, ræddi við Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport fyrir leik Tottenham og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Keane lék með Tottenham gegn Arsenal í nokkur skipti og hann ræðir viðureignina við Tómas og minnist þess m.a. þegar Jens Lehmann, markvörður Arsenal, kastaði honum inn í markið þegar þeir áttust við. 

Þá ræddi Keane sömuleiðis um Jack Charlton, sem lést á föstudag, en hann var gríðarlega vinsæll á Írlandi, en Keane er einmitt írskur og lék lengi með landsliðinu. 

Viðtalið má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir