Kínverjar svara í sömu mynt

ERLENT  | 24. júlí | 6:12 
Kínversk yfirvöld hafa fyrirskipað Bandaríkjamönnum að loka ræðismannsskrifstofu sinni í borginni Chengdu, sólarhring eftir að Kína var gert að loka ræðismannsskrifstofu sinni í Houston í Texas.

Kínversk yfirvöld hafa fyrirskipað Bandaríkjamönnum að loka ræðismannsskrifstofu sinni í borginni Chengdu, sólarhring eftir að Kína var gert að loka ræðismannsskrifstofu sinni í Houston í Texas.

Kínverjar segja ákvörðunina nú nauðsynleg viðbrögð við ákvörðun bandarískra yfirvalda.

Frétt mbl.is

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, segir að það hafi verið nauðsynlegt af hálfu bandarískra yfirvalda að loka skrifstofunni í Houston þar sem Kína væri að stela leynilegum upplýsingum.

Deilur stórveldanna nú eru ekki nýjar af nálinni þar sem ríkisstjórn Donalds Trump hefur ítrekað tekist á við kínversk yfirvöld um viðskipti ríkjanna tveggja og kórónuveiruna auk hertra öryggislaga í Hong Kong.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína kemur fram að lokun ræðismannsskrifstofunnar væri lögmæt og nauðsynleg viðbrögð við aðgerðum bandarískra yfirvalda. „Staðan nú í samskiptum Kína og Bandaríkjanna er ekki á þann veg sem Kínverjar óska og Bandaríkin bera þar alla ábyrgð,“ segir í tilkynningu.

Ræðismannsskrifstofan í Chengdu hefur verið starfrækt frá árinu 1985 og starfa þar yfir 200 manns. Er hún sögð mikilvæg vegna nálægðar við Tíbet.

Þættir