Sally selur sig dýrt

ERLENT  | 17. september | 22:54 
Gríðarlegt úrhelli og flóð fylgja fellibylnum Sally sem ferðast nú yfir Georgíu auk Norður- og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Sally gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna og hefur valdið talsverðri eyðileggingu.

Gríðarlegt úrhelli og flóð fylgja fellibylnum Sally sem ferðast nú yfir Georgíu auk Norður- og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Sally gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna og hefur valdið talsverðri eyðileggingu. 

Íbúar í Flórída og Alabama hafa mátt þola eyðileggingarmátt bylsins og þar hefur mikil úrkoma og há ölduhæð fylgt í kjölfarið. Rafmagnslínur hafa víða fallið, flætt hefur yfir vegi og víða hafa heimili farið á kaf. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/09/16/lifshaettulegt_ovedursflod_fylgir_sally/

Yfirvöld í strandhéruðum vinna nú að því að meta það tjón sem hefur orðið af völdum Sally. 

Einn einstaklingur hefur látist í Alabama og þá er eins manns saknað. Mörg hundruð þúsund Bandaríkjamenn eru auk þess án rafmagns. 

Pensacola í Flórída er á meðal þeirra svæða sem hafa orðið einna verst úti. Þar varð m.a. töluvert tjón á Bay-brúnni, en hluti hennar gaf sig þegar stór prammi skall á hana. 

 

 

 

Þættir