Finnst maður svolítið snúinn niður

INNLENT  | 18. september | 15:15 
„Manni finnst maður svolítið snúinn niður,“ segir Ásmundur Sveinsson, eigandi Session Craft Bar, en staðnum er gert að loka tímabundið vegna aðgerða stjórnvalda í tengslum við smit á Covid-19. Barinn er ekki hefðbundinn skemmtistaður og þar hafa sóttvarnamál verið til fyrirmyndar.

„Manni finnst maður svolítið snúinn niður,“ segir Ásmundur Sveinsson, eigandi Session Craft Bar, en staðnum er gert að loka vegna aðgerða stjórnvalda í tengslum við smit á Covid-19. Barinn er ekki hefðbundinn skemmtistaður og þar hafa sóttvarnamál verið til fyrirmyndar.

Frétt af mbl.is

Í samtali við mbl.is segir Ásmundur að vel hafi gengið að fylgja fyrirmælum stjórnvalda vegna faraldurs kórónuveirunnar. Allar aðstæður séu fyrir hendi á staðnum til þess að sótthreinsa vel og gefa fólki rými. Því hefði hann frekar viljað fá fyrirmæli um hertari aðgerðir í þeim efnum en algera lokun.

Barinn selur handverksbjór þar sem mikið er keypt inn af ferskri vöru. „Við horfum á bjór eins og ferskvöru og meðhöndlum hann svolítið eins og fisk,“ þetta finnst Ásmundi skapa staðnum sérstöðu sem ekki sé pláss fyrir í reglugerðum stjórnvalda. Þar sé einungis horft í hvaða rekstrarleyfi séu til staðar þegar ákveðið er hvaða staðir eigi að vera áfram opnir og hverjir ekki en staðir sem hafa leyfi til að elda mat mega hafa opið næstu daga á meðan þeir sem einungis hafi vínveitingaleyfi fá það ekki.

 

Þættir