Leikmaður Everton við Tómas: Gylfi er toppleikmaður

ÍÞRÓTTIR  | 18. september | 20:32 
Dominic Calvert-Lewin sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Everton ræddi við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport. Everton vann afar góðan 1:0-sigur á Tottenham í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og var Calvert-Lewin kátur.

Dominic Calvert-Lewin sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Everton ræddi við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport. Everton vann afar góðan 1:0-sigur á Tottenham í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og var Calvert-Lewin kátur. 

„Þetta var akkúrat það sem við vildum. Við vorum góðir með og án boltans á móti góðu liði Tottenham. Við erum ánægðir og viljum byggja ofan á það,“ sagði Calvert-Lewin. 

Tómas spurði Calvert-Lewin út í liðsfélaga sinn Gylfa Þór Sigurðsson en Gylfi skoraði sitt 100. mark í enska fótboltanum þegar hann kom Everton í 2:0 gegn Salford í deildabikarnum á miðvikudag. Þrátt fyrir það hefur hann verið nokkuð gagnrýndur af stuðningsmönnum Everton síðustu mánuði. 

„Gylfi er toppleikmaður og það er engin tilviljun að hann sé kominn með 100 mörk. Hann er frábær leikmaður og reynslumikill atvinnumaður. Hann veit hvernig á að taka gagnrýni. Við erum náinn hópur og við höfum ekki áyggjur af því sem við getum ekki stjórnað,“ sagði Calvert Lewin. 

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir