Mörkin: Liverpool vann stórleikinn

ÍÞRÓTTIR  | 20. september | 18:31 
Li­verpool er með fullt hús stiga eft­ir tvo leiki í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu en Eng­lands­meist­ar­arn­ir heim­sóttu Chel­sea í dag og fögnuðu 2:0-sigri. Mörkin og rauða spjaldið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Li­verpool er með fullt hús stiga eft­ir tvo leiki í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu en Eng­lands­meist­ar­arn­ir heim­sóttu Chel­sea í dag og fögnuðu 2:0-sigri. Mörkin og rauða spjaldið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Vendipunkt­ur leiks­ins átti sér stað í upp­bót­ar­tíma í fyrri hálfleik þegar danski miðvörður­inn Andreas Chrsten­sen fékk beint rautt spjald fyr­ir að fella Sa­dio Mané þegar Mané var að sleppa einn í gegn. 

Li­verpool nýtti sér liðsmun­inn í seinni hálfleikn­um og Sa­dio Mané skoraði fyrsta markið á 50. mín­útu með skalla eft­ir fyr­ir­gjöf frá Roberto Fir­mino. Mané var aft­ur á ferðinni fjór­um mín­út­um síðar þegar Kepa Arriza­ba­laga í marki Chel­sea gerði sig sek­an um hræðileg mis­tök. Gaf Kepa beint á Mané í teign­um og Senegal­inn þakkaði fyr­ir sig. 

Chel­sea fékk gott færi til að minnka mun­inn þegar nýliðinn Thiago hjá Li­verpool braut á Timo Werner inn­an teigs. Jorg­in­ho fór á punkt­inn en Al­isson í marki Li­verpool varði glæsi­lega. Fengu bæði lið tæki­færi til að skora á síðustu tíu mín­út­un­um en fleiri urðu mörk­in ekki. Er Chel­sea með þrjú stig eft­ir tvo leiki og Li­verpool sex. 

Þættir