Nýi leikmaður Liverpool er listamaður (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 20. september | 21:50 
Freyr Alexandersson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Tóm­as Þór Þórðar­son fóru yfir sigur Englandsmeistara Liverpool gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í þættinum Vellinum á Símanum Sport í kvöld.

Freyr Alexandersson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Tóm­as Þór Þórðar­son fóru yfir sigur Englandsmeistara Liverpool gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í þættinum Vellinum á Símanum Sport í kvöld.

Liverpool vann 2:0-sigur á Stamford Bridge og var Spánverjinn Thiago til umræðu í þættinum en hann gekk til liðs við meistarana frá nýkrýndum Evrópumeisturum Bayern München á dögunum.

„Það að ná að senda 82 sendingar á 45 mínútum, og þar af eru langflestar fram á við,“ sagði Freyr um ótrúlega innkomu miðjumannsins sem kom inn á í hálfleik og átti fleiri sendingar en nokkur leikmaður Chelsea allan leikinn. Umræðurnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þættir