City fór illa með Arsenal í tvígang (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 16. október | 16:17 
Manchester City og Arsenal eigast við í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Etihad-vellinum í Manchester klukkan 16:30 á morgun.

Manchester City og Arsenal eigast við í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Etihad-vellinum í Manchester klukkan 16:30 á morgun. 

City hafði mikla yfirburði gegn Arsenal á síðustu leiktíð og vann heima og að heiman af miklu öryggi, 3:0 og 3:0. 

Kevin De Bruyne hjá Manchester kann vel við sig á móti Arsenal því hann skoraði tvö mörk í sigrinum á útivelli 15. desember á síðasta ári. Þá gerði hann eitt mark í heimasigrinum á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 

Verður City hins vegar án hans á morgun þar sem hann glímir við meiðsli, en hann lék ekki Belgíu gegn Íslandi Þjóðadeildinni vegna meiðslanna. 

Þættir