Hausthvellur forsmekkur að næstu viku

INNLENT  | 24. október | 16:53 
Grenjandi rigning og verulegt rok hafa gengið yfir norðanvert landið í dag og einna verst hefur það verið á Siglufirði, þar sem hviður hafa farið upp í 30 metra á sekúndu. Vikan fram undan ber svipuð veður í skauti sér.

Grenjandi rigning og verulegt rok hafa gengið yfir norðanvert landið í dag og einna verst hefur það verið á Siglufirði, þar sem hviður hafa farið upp í 30 metra á sekúndu. Þetta kom bæjarbúum að einhverju leyti að óvörum enda var alveg svona slæmu veðri ekki spáð.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/10/24/utkoll_vegna_ovedurs/

Magnús Magnússon, formaður Björgunarsveitarinnar Stráka, hefur ásamt sínu fólki staðið í verkefnum frá því klukkan eitt í dag. Þau hafa falist í að koma fólki til hjálpar þar sem þakplötur hafa verið að losna og ruslatunnur að fjúka.

„Trampólínín virðast öll vera komin inn,“ segir hann. 

Myndbandið hér að ofan er frá björgunarsveitarmanninum Ingvari Erlingssyni á Siglufirði.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni á að bæta í veðrið á svæðinu með kvöldinu en það á að ganga niður upp úr kvöldmatarleyti á höfuðborgarsvæðinu. Á Norðurlandi verður enn hvasst og grenjandi rigning þar til á morgun.

Það er hvasst á miðunum en það stöðvar menn ekki, eins og sést á mynd frá fréttaritara mbl.is á svæðinu frá því í dag.

 

Að sögn vakthafandi veðurfræðings er slæma veðrið á landinu í dag vísbending um það sem koma skal í vikunni, þar sem mjög haustlegt veður er í kortunum, ef ekki stormar. Stífar austanáttir og mjög haustlegur vindur.

 Þættir