Mörkin: Liverpool sneri taflinu við

ÍÞRÓTTIR  | 24. október | 21:20 
Eng­lands­meist­ar­ar Li­verpool eru komn­ir upp að hlið Evert­on í topp­sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta eft­ir 2:1-sig­ur á Sheffield United á heima­velli í kvöld.

Eng­lands­meist­ar­ar Li­verpool eru komn­ir upp að hlið Evert­on í topp­sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta eft­ir 2:1-sig­ur á Sheffield United á heima­velli í kvöld. 

Gest­irn­ir frá Sheffield byrjuðu bet­ur og Norðmaður­inn Sand­er Ber­ge skoraði fyrsta mark leiks­ins úr víti á 13. mín­útu. Var staðan 1:0 fram að 41. mín­útu þegar Roberto Fir­mino jafnaði með sínu fyrsta marki á tíma­bil­inu eft­ir að Aaron Rams­dale varði skalla frá Sa­dio Mané. 

Mo Salah kom bolt­an­um í netið á 63. mín­útu eft­ir skemmti­leg tilþrif en markið var dæmt af vegna rang­stöðu. Það kom ekki að sök því Di­ogo Jota skoraði sig­ur­markið mín­útu síðar með skalla eft­ir fyr­ir­gjöf frá Sa­dio Mané. 

Eft­ir markið reyndu gest­irn­ir hvað þeir gátu til að jafna met­in, án þess að skapa sér mjög gott færi og sig­ur Li­verpool var verðskuldaður. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir