Mörkin: Þrumufleygur Jiménez

ÍÞRÓTTIR  | 25. október | 20:49 
Wolves og Newcastle gerðu 1:1-jafntefli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Wolverhampton í dag.

Wolves og Newcastle gerðu 1:1-jafntefli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Wolverhampton í dag.

Raúl Jiménez kom Wolves yfir með frábæru skoti, rétt utan teigs, en hann tók boltann viðstöðulaust og þrumaði honum í fjærhornið af D-boganum.

Jacob Murphy jafnaði metin fyrir Newcastle með marki úr aukaspyrnu og jafntefli því niðurstaðan.

Leikur Wolves og Newcastle var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir