Loftgæðin mikilvæg í skólastofum

INNLENT  | 16. nóvember | 16:23 
„Þar sem er lítil hreyfing á lofti, þar höfum við hjálpað til með því að setja viftur við gluggaop,“ segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri í Réttarholtsskóla, en þar hefur markvisst verið reynt að auka loftgæði í skólanum frá því í fyrstu bylgju faraldurs Covid-19.

„Þar sem er lítil hreyfing á lofti, þar höfum við hjálpað til með því að setja viftur við gluggaop,“ segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri í Réttarholtsskóla, en þar hefur markvisst verið reynt að auka loftgæði í skólanum frá því í fyrstu bylgju faraldurs Covid-19.

Með því að skapa yfirþrýsting í stofunum með viftunum og að opna hurðir er hægt að framkalla loftskipti í skólastofunum með einföldum og ódýrum hætti að sögn Jóns sem hefur að undanförnu kynnt aðferðirnar innan skólakerfisins. Nú þegar framhaldskólar hefja skólastarf að nýju í vikunni og aukin áhersla er að færast á loftgæði í sóttvörnum ættu þessar aðferðir að vekja athygli. Þrátt fyrir að landlæknir hafi lagt meiri áherslu á loftgæði í máli sínu undanfarna daga er lítil áhersla lögð á loftgæði í skólastarfi í reglugerðinni sem tekur í gildi á miðvikudag. 

Frétt af mbl.is

Í myndskeiðinu er rætt við Jón Pétur í Réttarholtsskóla í dag þar sem hann sýndi mbl.is hvernig loftgæði í skólastarfinu hafa verið sett í forgang en þar hefur m.a. verið stuðst við ritrýndar vísindagreinar og ráð fengin frá sérfræðingum.

Þættir