Eiður: Geta ekki sætt sig við svona spilamennsku

ÍÞRÓTTIR  | 24. nóvember | 10:45 
Tottenham vann afar sterkan 2:0-sigur gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á á Tottenham Hotspur-vellinum í London um síðustu helgi.

Tottenham vann afar sterkan 2:0-sigur gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á á Tottenham Hotspur-vellinum í London um síðustu helgi.

Það voru þeir Son Heung-Min og Giovani Lo Celso sem skoruðu mörk Tottenham í leiknum en Tottenham lá vel til baka og beitt skyndisóknum á léttleikandi lið Manchester City.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum Sport, ræddi leikaðferð Tottenham í Vellinum við sérfræðinga þáttarins þá Bjarna Þór Viðarsson og Eið Smára Guðjohnsen.

„Þeir þurfa að einbeita sér að því að ná í þrjú stig og ef það er einhver sem kann það þá er það José Mourinho,“ sagði Eiður Smári.

„Þegar þú horfir á leikmennina sem eru þarna innanborðs þá geta þeir ekki sætt sig við það að spila svona fótbolta.

Gengi Tottenham á tímabilinu hangir allt á því að bæði Son Heung-Min og Harry Kane haldist heilir,“ bætti Eiður Smári við.

Þættir