Sá tvisvar við gamla læriföðurnum

ÍÞRÓTTIR  | 28. nóvember | 21:32 
Chelsea og Tottenham eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 16:30 í dag. Mætast þar José Mourinho og Frank Lampard en Mourinho stýrði Lampard lengi hjá Chelsea og fögnuðu þeir þremur Englandsmeistaratitlum saman.

Chelsea og Tottenham eigast við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 16:30 í dag. Mætast þar José Mourinho og Frank Lampard en Mourinho stýrði Lampard lengi hjá Chelsea og fögnuðu þeir þremur Englandsmeistaratitlum saman. 

Þrátt fyrir það hafði Lampard í tvígang betur gegn Mourinho á síðustu leiktíð er þeir leiddu saman hesta sína, 2:0 og 2:1. 

Toppsætið er undir því sigurvegarinn í dag fer upp fyrir Liverpool og í efsta sætið en Tottenham er fyrir leikinn í 2. sæti með 20 stig og Chelsea í 3. sæti með 18. stig. 

Í spilaranum hér fyrir ofan eru leikir liðanna á síðustu leiktíð rifjaðir upp en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Þættir