Frábærir leikir um helgina (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 28. nóvember | 10:00 
Um helgina fara fram sjö leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Óhætt er að segja að margt sé um spennandi leiki eins og Tómas Þór Þórðarson fer yfir í meðfylgjandi myndskeiði.

Um helgina fara fram sjö leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla. Óhætt er að segja að margt sé um spennandi leiki eins og Tómas Þór Þórðarson fer yfir í meðfylgjandi myndskeiði.

Á meðal leikja helgarinnar eru viðureign Brighton og Hove Albion gegn Englandsmeisturum Liverpool.

Þá má búast við æsispennandi leik þegar Leeds tekur á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton.

Toppslagur helgarinnar er svo Chelsea gegn Tottenham, þar sem lærisveinninn Frank Lampard tekur á móti læriföðurnum José Mourinho.

Þættir