Alltaf gott að skora á móti Liverpool (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 15. janúar | 19:34 
Walesverjinn Ryan Giggs spilaði ófáa leikina fyrir Manchester United gegn erkifjendunum í Liverpool á leikmannaferli sínum.

Walesverjinn Ryan Giggs spilaði ófáa leikina fyrir Manchester United gegn erkifjendunum í Liverpool á leikmannaferli sínum.

Giggs skoraði m.a. tvö mörk á Anfield í ensku úrvalsdeildinni sem hann man vel eftir í dag og þá man hann einnig mjög vel eftir baráttunni sem einkenndi leiki liðanna.

Liverpool og Manchester United mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á sunnudaginn kemur klukkan 16:30 og verður leikurinn í beinni á Símanum sport.

United er í toppsætinu með 36 stig og Liverpool í öðru sæti með 33 stig.

Þættir