Mörkin: Leið eitt í Wolverhampton

ÍÞRÓTTIR  | 12. janúar | 23:07 
Everton vann sinn fjórða sigur í fimm deildarleikjum þegar liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Everton vann sinn fjórða sigur í fimm deildarleikjum þegar liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Alex Iwobi kom Everton yfir á 6. mínútu eftir fyrirgjöf frá vinstri en Rúben Neves jafnaði metin fyrir Wolves á 14. mínútu eftir fyrirgjöf frá vinstri.

Það var svo Michael Keane sem skoraði sigurmark leiksins á 77. mínútu, enn og aftur eftir fyrirgjöf frá vinstri, og lokatölur því 2:1 í Wolverhampton.

Leikur Wolves og Everton var sýndur beint á Síminn Sport.

Þættir