„Sýndu mikla hetjudáð“

INNLENT  | 14. janúar | 17:14 
Starfsfólk Borgarholtsskóla sýndi mikla hetjudáð í gær þegar það kom í veg fyrir og reyndi að stöðva ofbeldisverk á göngum skólans. Þetta segir Steinþór Guðrúnarson, nemi í skólanum. Hann segir daginn í dag hafa verið þyngri en venjulega í skólanum en samstaða á meðal nemendanna sé mikil og góð.

Starfsfólk Borgarholtsskóla sýndi mikla hetjudáð í gær þegar það kom í veg fyrir og reyndi að stöðva ofbeldisverk á göngum skólans.

Þetta segir Steinþór Guðrúnarson, nemi í skólanum. Hann segir daginn í dag hafa verið þyngri en venjulega í skólanum en samstaða á meðal nemendanna sé mikil og góð.

Í myndskeiðinu er rætt við Steinþór sem er einnig gjaldkeri Sambands íslenskra framhaldsskólanema og Júlíus Viggó Ólafsson sem er forseti SÍF.

Þeir eru sammála um að atburðirnir séu ekki einungis áfall fyrir nemendur í Borgarholtsskóla og að framhaldsskólanemar um allt land taki atburðina inn á sig. Margar sögusagnir hafi farið í gang sem ekkert sé til í.

Þættir